List í sýndarheimi, er hún sýndarlist? Óraunveruleg tilraun til að líkja eftir raunverulegri list?

Second Life er jú mjög áhugavert fyrirbæri sem hefur ekki farið framhjá stafræna listaheiminum. Það má vel vera að eitt af því fáu raunverulegu sem sést í Second Life, er list. Hópur fólks og félaga hafa starfrækt listamiðstöðina Ars Virtua um þó nokkurt skeið. Þar er meira að segja boðið upp á listavinnustofur (artist in residence) sem fylgja styrkur ( í Linden dollurum og stundum í US dollurum líka) og tækniaðstoð. Í Second Life er starfræktur mjög virkur gjörningahópur sem kallar sig Second Front. Nafnið er fengið frá The Western Front, Kanadísk listamiðstöð sem var mjög áberandi í performans listum og fór snemma að styðja raf- og stafrænar listir. Annar listamaður sem hefur getið sér gott orð í Second Life er Gazira Babeli. Það er samspil margra þátta sem gera Second Life að áhugaverðu umhverfi fyrir listamenn. Einn er forritunarmöguleikinn. Second Life er með eigið forritunarmál sem kallast LindenScript. Auk þess eru þrívíð teikningartól þar sem hægt er að búa til allt mögulegt. Hlutunum má síðan gefa virkni með því að festa forrit við þau. Í vetur vann ég að sýningu með Ingrid Bachmann, prófessor í myndlist við Concordia háskólann í Quebec í Kanada. Þetta var verk sem hún hafði unnið með öðrum nokkrum árum áður. Þá gekk verkið út á það að fylgjast með hreyfingum svokallaðs "hermit crab" (veit ekki hvað þeir kallast á íslensku en þetta eru krabbar sem fæðast skeljalausir og "flytja" svo inn í tómar skeljar sem þeir finna á ströndinni) og nota það til að stýra flakki um vefinn. Þegar Ingrid bað mig um að endurvinna verkið með henni, stakk ég upp á að nota Second Life í stað vefsins. Á endanum vorum við með 6 krabba sem stýrðu ferðum persóna (ens. avatars) í second life. Eitt sem varð svolítið áhugavert í útfærslunni var að forritunarmálið, LindenScript, bauð ekki upp á aðferð til að stjórna hreyfingu persóna heldur varð að búa til hlut, festa forritunina við hlutinn og þannig láta hlutinn hreyfa persónuna. Hluturinn sem við notuðum var að sjálfsögðu stór kuðungur sem persónur báru á bakinu. Yfir búrinu sem krabbarnir bjuggu í var myndavél sem fylgdist með hreyfingum þeirra. Myndin var send í gegn um forrit sem gaf upp hnit á hreyfingunum. Annað forrit las hnitin og skrifaði þau inn í skjal á vefnum. Forritunin í kuðungunum las svo úr þessu skjali á 10 sekúndna fresti. Ef hnit höfðu breyst frá síðustu lesningu þá var persónan flutt á samsvarandi hnit í Second Life heiminum. Verkið var sýnt á sýningunni ZOO í galleríinu Interaccess í Toronto í Kanada.

Viðbót:  Það er svolítið gaman, og alls ekki flókið, að láta raunheiminn birtast í einhverri mynd í Second Life. Persónan mín, Pall Thielt, ber fjólublátt horn sem ég bjó til á höfði sér sem kannar veður í raunheimi eftir óskum. Til að fá nýjustu veður fréttir skrifar maður bara /weather Reykjavik sem dæmi. En það getur gefið veður upplýsingar um hvaða borg eða bæ sem er í heimi. Ef einhver hittir mig í SL skal ég gefa þeim eintak af horninu ef þeir óska eftir því. En það er kannski rétt að nefna að ég fer mjög sjaldan inn á SL

Viðbót2: Fyrir þá sem hafa áhuga á að prófa sig áfram með forritun í Second Life er líka rétt að benda á libsecondlife sem gerir manni kleift að forrita ýmsa þætti inni í Second Life sem LindenScript veitir ekki aðgang að. Forritun er í C#, töluvert flóknara en LindenScript og er notandinn þá ekki tengdur með sjónrænu viðmóti. En fyrir "hardcore" grúskara þá getur libsecondlife verið mjög skemmtilegt.


mbl.is Annað líf í sýndarveruleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Thayer

Þið hefðuð átt að nota humar.

Tryggvi Thayer, 19.8.2007 kl. 09:21

2 Smámynd: Páll Thayer

Hef ekki tíma til að lesa þetta allt saman núna. Ég er ca. hálfnaður og það eina sem ég hef séð um humra, fyrir utan titilinn, er að einhverjir voru að uplóda humar út í geim. Hmmm... Annars var það stór partur af konseptinu að "hermit crabs" leita sér að heimili á ströndinni og við létum þá leita sér að heimili í Second Life, eins og svo margt fólk gerir. Það sem mér fannst svo skemmtilegt við útfærsluna var að krabbarnir finna sér heimili og draga það svo á eftir sér. Hins vegar í Second Life var þetta þannig að persónurnar fundu sér heimili og heimilið dróg þær svo á eftir sér.

Charlie Stross? Var þetta ekki þessi nýji gúrú þinn? Ég vissi ekki að hann skrifaði lika "fiction". 

Páll Thayer, 19.8.2007 kl. 12:25

3 Smámynd: Tryggvi Thayer

"it’s those KGB lobsters. They want somewhere to go that’s insulated from human space. I figure I can get them to sign on as crew for your cargo-cult self-replicating factories, but they’ll want an insurance policy: hence the deep space tracking network. I figured we could beam a copy of them at the alien Matrioshka brains around M31–"

Ég veit ekki hvað Stross er mikið "gúrú" - ég þekki hann bara sem sci-fi höfund.

Tryggvi Thayer, 19.8.2007 kl. 13:08

4 Smámynd: Páll Thayer

"Ég veit ekki hvað Stross er mikið "gúrú" - ég þekki hann bara sem sci-fi höfund." Nú, ég hef þá bara misskilið þetta eitthvað. Var hann ekki "singularity" náunginn? Var það s.s. bara í skálduðu formi?

Páll Thayer, 19.8.2007 kl. 13:17

5 Smámynd: Tryggvi Thayer

Stross = Post-singularity sci-fi

Tryggvi Thayer, 19.8.2007 kl. 13:19

6 Smámynd: Páll Thayer

Hver veit, kannski gerist "singularity"-ið í Second Life. Annars minnir Second Life mig á sýndarheiminn sem William Gibson talar um í bókinni Idoru. Nema að hjá honum var hægt að tala og heyra. Þetta á líklega eftir að koma í SL líka.

Páll Thayer, 20.8.2007 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Thayer
Páll Thayer
Páll Thayer er myndlistamaður. http://www.this.is/pallit

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eitthvað annað

Prufa

Heimsóknir

Heimsóknir

free counters

Tónlistarspilari

Neu! - 01 - neu - hallo_gallo

Nýjustu myndir

  • ...il_2009_033
  • ...il_2009_018
  • ...irar_639144
  • ...virar
  • cnnpost

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband