Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Opnar umræður um kóða í stafrænum listum

Nú hef ég ekki bloggað um þó nokkurt skeið. Ástæðan er að ég hef verið upptekinn við að ljúka vinnslu á sérstöku kerfi sem ég er að hanna. Það er mín skoðun að það þurfi að auka opna umræðu um hlutverk kóða í stafrænum listum til að fræða almenning sem og listaheiminn um mikilvægi kóðans bæði hvað varðar hugmyndafræði og útfærslu á forrituðum listaverkum. Kerfið mitt heitir CodeChat og er sérstaklega hannað þannig að forritarar geti, með einföldum hætti, búið til spjallþráða kerfi "utan um" forritunar kóða sína. Forritarinn keyrir kóðan sinn í gegn um forrit sem býr til vefsíðu þar sem hver forrituð lína hefur sérstakan spjallglugga. Hugmyndin er að forritarar geta skipst á skoðunum um kóðan. Þessar umræður eru í eðli sínu tæknilegar til að byrja með en geta svo leitt út í umræðu sem snýst meira um hugmyndafræðilegar og jafnvel fagurfræðilegar afleiðingar kóðans. Þá geta aðrir, sem ekki kunna forritun, tekið virkan þátt í umræðunum. Prufueintak af kerfinu er að finna á slóðinni

http://pallit.lhi.is/~palli/codechat/


Höfundur

Páll Thayer
Páll Thayer
Páll Thayer er myndlistamaður. http://www.this.is/pallit

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eitthvað annað

Prufa

Heimsóknir

Heimsóknir

free counters

Tónlistarspilari

Neu! - 01 - neu - hallo_gallo

Nýjustu myndir

  • ...il_2009_033
  • ...il_2009_018
  • ...irar_639144
  • ...virar
  • cnnpost

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband