FREE BEER!

SUPERFLEX er hópur danskra listamanna sem tekur um þessar mundir þátt í sýningunni Social Systems sem fer fram í Tate St. Ives safninu og víðar í Cornwall á Bretlandi. Verkið sem SUPERFLEX sýnir ber nafnið FREEBEER. Titillinn er bein tilvísun í slagorð opins hugbúnaðar, "Free as in speech, not as in beer." Þetta slagorð varð til til að greina á milli hugbúnaðar sem er ókeypis (ens. free) og hugbúnaðar sem er frjáls (ens. free). Opinn hugbúnaður er jú ókeypis en það að hann skuli vera frjáls skiptir meira máli. FREEBEER er opin uppskrift að bjór. Uppskriftin og aðferðin er birt með leyfi sem heimilar hverjum sem er að afrita hana, dreyfa henni, breyta og nota hana eins og þeim sýnist. Það er tvennt áhugavert sem þessi yfirfærsla á hugbúnaðarkonsepti yfir á annað fyrirbæri gerir. Annars vegar varpar þetta skýrara ljósi á hugbúnaðarkonseptið sjálft. Þeir sem þekkja ekki "open-source" fyrirbærið fyrir, eiga sennilega auðveldara með að skilja það í þessu samhengi, þ.e.a.s. sem uppskrift. Forritunarkóði er í rauninni ekkert annað en "uppskrift". Á hinn bóginn myndar svona listaverk einskonar brú á milli forritaðra listaverka og "leiðbeiningar-verk" konsept listamanna á sjötta áratugnum. Þá á ég við listamenn á borð við Lawrence Weiner og Sol Lewitt. Lawrence Weiner er þekktur meðal annars fyrir línuna, "The work need not be built." Fyrir Weiner var konseptið aðal þátturinn í listaverki. Allt annað var óþörf skreyting. Þessi hugsanagangur gerði honum kleift að þróa list sína úr því að vera efniskennd útfærsla á skrifuðum leiðbeiningum í það að sleppa efniskenndu útfærslunni og leyfa leiðbeiningunum að standa sem fullklárað verk. Það er því ljóst að forrituð stafræn list er beinn afkomandi konseptlistarinnar. En þar sem mannshugurinn túlkaði leiðbeiningar konseptlistamannanna er það tölvan sem túlkar leiðbeiningar forritarans og mannshugurinn sem túlkar svo túlkun tölvunnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Thayer

T.d. spáðu í hvað konseptið gjörbreytist ef við snúum FREEBEER í BEERFREE...

Tryggvi Thayer, 4.9.2007 kl. 15:34

2 Smámynd: Páll Thayer

Þetta meikar ekkert sens hjá þér. Þetta er kannski óbein tilvísun hjá þér í grein Sol Lewitts, "Sentences on Conceptual Art." Þar segir hann, m.a., " Irrational thoughts should be followed absolutely and logically."

Páll Thayer, 5.9.2007 kl. 08:48

3 Smámynd: Tryggvi Thayer

Nei, ég veit það. Hverjum dettur í hug að skrifa "beerfree" með stórum stöfum?!?

Tryggvi Thayer, 5.9.2007 kl. 17:15

4 Smámynd: Páll Thayer

Nei nei nei. Fyrst bútum við "BEER" í sundur í "BE" og "ER". Svo púslum við öllu saman aftur í "BE FREE-ER"!

Páll Thayer, 5.9.2007 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Thayer
Páll Thayer
Páll Thayer er myndlistamaður. http://www.this.is/pallit

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eitthvað annað

Prufa

Heimsóknir

Heimsóknir

free counters

Tónlistarspilari

Neu! - 01 - neu - hallo_gallo

Nýjustu myndir

  • ...il_2009_033
  • ...il_2009_018
  • ...irar_639144
  • ...virar
  • cnnpost

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband