Viltu kaupa listaverk?

Það er staðreynd að markaðsöflin hafa jafnmikið að segja í listum og á öðrum sviðum. Við getum annað hvort hugsað sem svo að fyrst Jón Jónsson er til í að borga Kr. 300.000 fyrir þetta listaverk hlýtur það að vera merkilegt eða þá að listaverkið hlýtur að vera merkilegt fyrst að Jón Jónsson er til í að borga Kr. 300.000 fyrir það. Hvort sem við gerum gefur svona hugsunarháttur til kynna að mögulegt söluverð og gæði listaverks fara alltaf saman. Í mörgum löndum er það svo þannig að opinberir styrkir til gallería eru fáir sem engir þannig að galleríin verða að reiða sig á söluþóknun til að kosta starfsemina. En hvernig er hægt að selja stafræna list sem er í raun og veru ekkert annað en hugbúnaður á tölvu? Þegar menn kaupa hefðbundið málverk er gert ráð fyrir að málverkið verði til það sem eftir er mannkynssögunnar og jafnvel lengur nema að eitthvað sérstakt komi upp á. Þetta er langtímafjárfesting. Hins vegar má alveg gera ráð fyrir því að tölvur og tækni munu breytast það mikið í komandi framtíð að hugbúnaður sem við notum í dag verður ekki lengur nothæfur eftir tíu til tuttugu ár. Einhver getur sagt, "En ég byrjaði að nota Microsoft Word 1993 og nota það enn í dag." En Word pakkinn sem hann notar í dag er alls ekki sá sami og hann notaði 1993. Eigum við stafrænu listamennirnir kannski að selja listaverkin með samning upp á það að við munum sjá til þess að endurútfæra verkið ef tæknin breytist meðan við erum á lífi? Hvað verður þá um gömlu mýtuna um að listamaðurinn verður loksins heimsfrægur þegar hann deyr? Loksins kemur heimsfrægðin en þá hætta listaverkin að ganga. Minnir svolítið á málarann í Bluebeard eftir Kurt Vonnegut.

Verkin mín ganga út á það að vera stöðugt í gangi. Margir hafa stungið upp á ýmsum leiðum til að markaðssetja þau. Til að mynda mætti taka skjámyndir (screenshots), prenta þær í ofurháum gæðum, ramma þær inn og selja. "En þá tapast tímaþátturinn." Segi ég. "Þú gætir gert vídeómynd úr því sem er að gerast á skjánum og selt DVD diska." Segja þeir. "En þá tapast óendanleikinn." Segi ég. Það eina sem ég get boðið til sölu er kóðann. En hvað er að því? Ég get handskrifað hann á hágæða, sýrufrían pappír þannig að hann mun standast tímans tönn. Gerir það nokkuð til þó að sé búinn að "open-source"-a kóðann á Internetinu þannig að hver sem er gæti búið sitt eigið handskrifaða eintak til og sagt að ég hafi skrifað það? Ætti ég kannski frekar að fela kóðann minn til að auka á dulúð og einstakleika hans og gera hann þar með verðmætari?

Ég ætla að enda þessa færslu á að bjóða þér, lesandi góður, listaverk til sölu. Handskrifaðan kóða á sýrufríum pappír. Þessi kóði er birtur í heild á Internetinu þar sem hver sem er getur séð hann. Ef þú ert ekki forritari sjálfur, geturðu svo sem ekkert gert við þennan kóða nema kannski að ramma hann inn og hengja upp á vegg. Þetta verða ca. þrjú eða fjögur blöð. Svo vil ég ekki gefa nein loforð um að ég muni ekki búa til fleiri eintök til að selja öðrum ef vel gengur. En ég skal gefa þér nothæft eintak af verkinu líka. Ég get meira að segja komið heim til þín og sett það upp á heimilistölvunni þinni! Ég gæti þurft að þurrka allt út úr tölvunni þinni til að setja inn annað stýrikerfi. Og svo ætla ég ekki að lofa að það haldi áfram að virka þegar tölvan þín setur inn næstu sjálfvirku stýrikerfisuppfærslu. Eigum við að segja, tja... Kr. 150.000? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Markaðsöflin geta verið óttalegur grútur - ég þekki það því ég vinn í bransanum. En ég ætla samt að stinga upp á því að þú búir til myndaalbúm hér á blogginu þínu með sýnishornum af myndum eftir þig. Þá uppástungu byggi ég á þeirri ályktun að myndin í höfundarglugganum sé eftir þig, og mér finnst hún flott.

Jón Agnar Ólason, 23.8.2007 kl. 10:55

2 Smámynd: Páll Thayer

Jú Jón Agnar, það er rétt að höfundarmyndin mín er "screenshot" úr einu verka minna. En ég veigra mér við því að vera að dreifa of mikið af slíku. Verkið gengur nefnilega út á tíma og ákveðið ferli. Í höfundarupplýsingunum er tengill á upplýsingasíðuna mína og þar eru tenglar á flest öll verkin mín. Þau ganga flest öll á Internetinu og þess vegna finnst mér alltaf betra að vísa í það frekar en kyrrmyndir sem gefa ef til vill ranga hugmynd um eðli verksins. Að sjá kyrrmyndina er eins og að sjá einn ramma úr kvikmynd án þess að vita nokkuð um kvikmyndina sjálfa. En þakka þér fyrir jákvæða kommentið.

Páll Thayer, 23.8.2007 kl. 11:20

3 Smámynd: Tryggvi Thayer

Bú hú hú. Bara þér að kenna að þú gerir svona ósöluhæfa list. Hættu þessu væli og taktu nú upp blað og blýant og fáðu þér sölubás hér!

Tryggvi Thayer, 23.8.2007 kl. 13:32

4 Smámynd: Páll Thayer

Hún er ekki "ósöluhæf". Þetta er bara spurning um að finna réttu markaðsetninguna. Ég er ekki alveg að grínast með þessa hugmynd um að handskrifa kóðann. Ég held að þetta gæti bara verið soldið sniðugt. Eina leiðin fyrir svona verk að lifa áfram um ókomna tíð er að varðveita kóðann og því ekki svona? Ég ætla einmitt bráðum að skrifa færslu um varðveislu svona listaverka og þá get skoðað þetta nánar.

Páll Thayer, 23.8.2007 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Thayer
Páll Thayer
Páll Thayer er myndlistamaður. http://www.this.is/pallit

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eitthvað annað

Prufa

Heimsóknir

Heimsóknir

free counters

Tónlistarspilari

Neu! - 01 - neu - hallo_gallo

Nýjustu myndir

  • ...il_2009_033
  • ...il_2009_018
  • ...irar_639144
  • ...virar
  • cnnpost

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband