Ég verð nú að nota tækifærið og koma mínu "widget"-i á framfæri. Fyrir næstum tveimur árum síðan bjó ég til Dashboard widget fyrir Apple fartölvur sem hafa innbyggða hreyfiskynjara. Í dag eru það allar Apple fartölvur sam hafa þennan búnað. Forritið gerir þér kleift að nota tölvuna sem hallamæli. Sumir hafa sagt að þetta geri tölvuna að dýrasta hallamæli sem hægt er að fá. Forritið er að finna á slóðinni:
http://pallit.lhi.is/~palli/dashlevel
Ég hef ekkert unnið í forritinu lengi en ef ég man rétt á útgáfan sem merkt er "This version is *only* for MacBook Pros." að virka á öllum gerðum Apple fartölva núna. Algjört þarfaþing!
Dashboard eining fyrir notendur mbl.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | 3.8.2007 | 15:31 (breytt kl. 15:33) | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Tónlistarspilari
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
Vefir sem tengjast stafrænni list
- ISEA - Inter-Society for the Electronic Arts ISEA ráðstefnurnar eru mikilvægir umræðuvettvangar fyrir tæknitengda list
- PixelAche Evrópskt félaganet um stafrænar listir
- Fondation Daniel Langlois Rannsóknarstofnun fyrir stafrænar listir
- Rhizome Umfjöllun og gagnagrunnur fyrir tæknitengda list
Athugasemdir
Hmm... Ég þarf að halla minni tölvu allnokkuð til að fá loftbóluna til að fara inn í miðju - hlýt að vera með bilaðan hreyfiskynjara... Kúl, samt!
Baldur Kristinsson, 3.8.2007 kl. 16:14
Tja, eins og ég segi, ég hef ekkert gert í þessu lengi. Á tímabili voru þeir alltaf að breyta einhverju í Mac OS X þannig að þetta hætti að virka rétt. Ég gafst eiginlega upp á að eltast við þessar breytingar. Kannski að ég grípi í þetta einhverntímann í haust og lagfæri allt. En bólan á að vera í miðjunni og færast þaðan fram og til baka. Bara eins og á ekta hallamæli.
Páll Thayer, 3.8.2007 kl. 16:51
Flott widget en það er verst að það hallar í öfuga átt miðað við hallamæla í raunveruleikanum !
Kjartan Kjartansson (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 23:11
Kjartan, þetta er eitt af þessum furðulegu vandamálum sem hafa komið upp og urðu til þess að ég hætti að eltast við þetta. Hallamálið virkar alveg rétt á minni tölvu sem er 12" PowerBook G4 frá ágúst 2005. Það sem þyrfti að gerast er að vera með stillingar fyrir notandann. Eina til að núllstilla miðjuna og aðra til að svissa áttinni. Eins og ég sagði fyrir ofan, kannski finn ég tíma til að gera þetta í haust. Sjáum til. Svo er þetta líka "open-source" þannig að einhver annar mætti alveg taka þetta að sér.
Páll Thayer, 3.8.2007 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.