Þetta er undarleg frétt. Saatchi vefgalleríið er opið öllum sem vilja skrá sig. Er það þá fréttnæmt að einn Íslendingur hefur skráð verk í keppnina? Ég er viss um að það séu fleiri Íslendingar sem taka þátt, er ekki þá réttast að skrifa frétt um þá líka? En fyrir utan það þá finnst mér að listamenn ættu að fara varlega í að láta tengja sig við svona fyrirbæri. Fyrir mér er þetta algjörlega metnaðarlaus framsetning. Þarna fer ekki fram neitt mat á því hverjir fá að vera með né heldur hverjir fá að kjósa. Þetta er meiri vinsældarkeppni en myndlistakeppni. Hverjir geta hóað saman flesta vini og vandamenn? Fyrir þá sem vilja láta taka sig alvarlega í myndlistinni getur þátttaka í slíku gert meiri skaða heldur en gagn.
Tekur þátt í keppni netgallerís Saatchi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | 11.2.2008 | 13:06 (breytt kl. 16:31) | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Tónlistarspilari
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
Vefir sem tengjast stafrænni list
- ISEA - Inter-Society for the Electronic Arts ISEA ráðstefnurnar eru mikilvægir umræðuvettvangar fyrir tæknitengda list
- PixelAche Evrópskt félaganet um stafrænar listir
- Fondation Daniel Langlois Rannsóknarstofnun fyrir stafrænar listir
- Rhizome Umfjöllun og gagnagrunnur fyrir tæknitengda list
Athugasemdir
Var einmitt að spá hvað væri fréttnæmt við það að hún væri skráð þarna, hver sem er getur skráð sig og meir að segja ég hef gert það þó ég noti síðuna ekki neitt. Finnst þessi kostningarhluti þeirra frekar undarlegur.
Ragga (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 16:01
Þessi "frétt" á mbl.is er mistök, eins og þú bendir á og þetta "netgallerí" er bara fullt af rusli. Ég lít að þetta tilboð þeirra sem spam, fékk þrjá eins pósta á einni viku frá Saatchi um hasar tilboð að vera með. Ákvað að hunsa það bara eftir að haf skoðað þetta dót. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 14.2.2008 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.