Eigum við að fóðra stríðsvélina?

Mér finnst notalegt að halda í þá trú að nágrannaþjóðir okkar eru tilbúnar til að aðstoða okkur í varnarmálum vegna þess að þær virða okkur fyrir að vera friðsæl lítil þjóð í miðju Atlantshafi. Þetta er ef til vill svolítið barnaleg hugsun en mér finnst hún góð. Mér finnst líka svolítið kjánalegt að tala um varnir Íslands á eigin ábyrgð. Hvað verður þessi varnarsveit okkar stór? 2000 manns? Kannski 4000 ef í hart sækir. Ekki tel ég að slík sveit muni koma að miklu gagni ef það verður ráðist á okkur.

En svo er allt annað mál sem ekki hefur verið í umræðunni. Með því að vera her- og varnarlaus erum við að stuðla að friði í heiminum á annan hátt en í orðum. Við erum að sniðganga "stríðsvélina" og þá á ég ekki við "stríðsvél" Deleuze og Guattari heldur þau markaðsöfl í heiminum sem hafa viðurværi sitt af stríðsrekstri. Vopnaframleiðendur og framleiðendur herflutningatækja. Fyrirtæki á borð við Lockheed-Martin, Honeywell og Northrop Grumman. En þetta eru auðvitað ekki einu fyrirtækin. Það eru miklu fleiri og jafnvel á norðurlöndum eru fyrirtæki eins og Nordic Ammunition Group og BAE Systems. Þeir fara ekki á hausinn þótt við skiptum ekki við þá en við getum að minnsta kosti huggað okkur við það að þessi (enn sem komið er) friðsæla þjóð okkar er ekki að styrkja starfsemi slíkra fyrirtækja sem græða á tá og fingri á manndrápi og eyðileggingu. Ef við eigum svo mikla peninga að við sjáum fram á að geta rekið her, leggjum þá frekar í eitthvað jákvætt, t.d. alþjóðleg þróunarmál.

Kannski ættum við að stofna Íslenska Geimferðastöð. "Sá tími er liðinn, að Ísland þurfi engum peningum að verja til að skoða geiminn og sá tími er kominn, að Ísland axli sjálft ábyrgð á eigin geimferðum."


mbl.is Ísland axli ábyrgð á eigin öryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri það bara að senda alla Íslendinga í herþjálfun við 18 ára aldur og kenna þeim meðferð skotvopna. Svo ef að ráðist er hingað inn að þá höfum við uþb. 200 þús (gróf ágiskun) manna her.

 Ekki væri það nú slæmt, við myndum bara skaffa byssurnar sjálf. Smá fjölskyldubragur á þessu.

Gunnar (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 00:34

2 identicon

Við Íslendingar eigum reyndar þegar í nokkrum viðskiptum við ýmsa hergagnaframleiðendur og þá sérstaklega BAe, en þeir eignuðust Bofors fyrir nokkru.

Einnig eru þónokkur viðskipti við Heckler & Koch, Steyr mannlicher og fleiri skemmtilega vopnaframleiðendur.

Af þessum hergagnaframleiðendum kaupum við m.a. fallbyssur, fallbyssukúlur, ýmis handvopn, brynvarin ökutæki, snjóbíla og björgunarútbúnað.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 04:33

3 Smámynd: Tryggvi Thayer

"... Ísland axli sjálft ábyrgð á eigin geimferðum." Brill!!! Ef þú ert með hugmyndir þá er ég með sambönd - vinkona mín sér um geimvísindaáætlun Evrópu á Íslandi. Mig grunar að það séu til nóg af peningum! En úpps, eru ekki sum fyrirtækin sem þú nefnir líka meðal þeirra reynslumestu í geimbransanum? Við verðum að fara varlega í þetta ef við ætlum ekki óvart að styrkja vopnaframleiðendur. Hmm... hver hefur reynslu af því að framleiða farartæki en er ekki í vopnaframleiðslu??? Aha - gömlu norsku frændur vor DBS. Við verðum kannski svolítið lengi á leiðinni en þetta hefst. Við týnumst þó ekki með DBS dýnamó luktinni sem hefur auðvitað margsannað gildi sitt á malarvegum í og við Höfn í Hornafirði sem og víðar.

Tryggvi Thayer, 19.1.2008 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Thayer
Páll Thayer
Páll Thayer er myndlistamaður. http://www.this.is/pallit

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eitthvað annað

Prufa

Heimsóknir

Heimsóknir

free counters

Tónlistarspilari

Neu! - 01 - neu - hallo_gallo

Nýjustu myndir

  • ...il_2009_033
  • ...il_2009_018
  • ...irar_639144
  • ...virar
  • cnnpost

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband