Nú hef ég ekki bloggað um þó nokkurt skeið. Ástæðan er að ég hef verið upptekinn við að ljúka vinnslu á sérstöku kerfi sem ég er að hanna. Það er mín skoðun að það þurfi að auka opna umræðu um hlutverk kóða í stafrænum listum til að fræða almenning sem og listaheiminn um mikilvægi kóðans bæði hvað varðar hugmyndafræði og útfærslu á forrituðum listaverkum. Kerfið mitt heitir CodeChat og er sérstaklega hannað þannig að forritarar geti, með einföldum hætti, búið til spjallþráða kerfi "utan um" forritunar kóða sína. Forritarinn keyrir kóðan sinn í gegn um forrit sem býr til vefsíðu þar sem hver forrituð lína hefur sérstakan spjallglugga. Hugmyndin er að forritarar geta skipst á skoðunum um kóðan. Þessar umræður eru í eðli sínu tæknilegar til að byrja með en geta svo leitt út í umræðu sem snýst meira um hugmyndafræðilegar og jafnvel fagurfræðilegar afleiðingar kóðans. Þá geta aðrir, sem ekki kunna forritun, tekið virkan þátt í umræðunum. Prufueintak af kerfinu er að finna á slóðinni
http://pallit.lhi.is/~palli/codechat/
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Tölvur og tækni, Vefurinn | 12.8.2007 | 21:02 (breytt 21.8.2007 kl. 00:41) | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Tónlistarspilari
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
Vefir sem tengjast stafrænni list
- ISEA - Inter-Society for the Electronic Arts ISEA ráðstefnurnar eru mikilvægir umræðuvettvangar fyrir tæknitengda list
- PixelAche Evrópskt félaganet um stafrænar listir
- Fondation Daniel Langlois Rannsóknarstofnun fyrir stafrænar listir
- Rhizome Umfjöllun og gagnagrunnur fyrir tæknitengda list
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.