Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Þetta er ekki tölvumóðurborð...

...og ekki þarf mikla þjálfun til að sjá það. Þetta er það sem kallast á ensku, "breadboard" og er notað til að gera uppköst eða prótótýpur af raftækjum ýmiskonar. Það væri jú hægt að gera úr þessu litla tölvu en þá væru einhverjir kubbar þarna. Mér sýnist þetta ekki vera annað en vírar, "resistórar" og ljósdíóður. Hins vegar tel ég mjög líklegt að stelpan vissi alveg hvað hún var að gera. Í fréttum sem ég sá fyrr í dag kom fram að hún er á öðru ári í MIT og hefur því verið í Boston í fyrra vetur þegar mikið var gert úr sérstæðri auglýsingaherferð sem fólst í því að koma "brauðbrettum" með ljósdíóðum sem mynduðu fígúrur í væntanlegri teiknimynd fyrir á ýmsum stöðum í borginni. Margir borgarbúar urðu skelkaðir og töldu að um einhverskonar hryðjuverkatól væru að ræða. Ég hugsa að stúlkan hafi verið að reyna að vekja á sér athygli sem listakona. Það má svo sem segja að þetta hafi heppnast hjá henni þar sem nafn hennar hefur birst í mörgum af helstu fréttamiðlum heims í dag en svo er bara spurning hvort nokkrum hafi fundist þetta "sniðugt". Logan er nú einu sinni flugstöðin þar sem flugvélunum sem flogið var á tvíburaturnana var rænt og því má ætla að öryggisverðir hafi ekki húmor fyrir svona uppátækjum. Hún hefur að minnsta kosti fengið sínar 5 mínútur að hætti Andy Warhols.
mbl.is Sprengjueftirlíkingin reyndist tæknilistaverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjálftinn í vesturbæ Reykjavíkur

Það vill svo til að ég er um þessar mundir að vinna verk sem notar rauntíma skjálftaupplýsingar. Eins og er er ég með verkið sett upp þannig að það les upplýsingar frá skjálftamæli sem er staðsettur í Papua Nýju Guineu í Indonesíu. Listaverkið sækjir myndir af Flickr.com vefnum og endurteiknar þær þannig að skjálftupplýsingarnar stjórna línuþykktinni hverju sinni. Við venjulegar kringumstæður verður upphaflega myndefnið svolítið óljóst en þó má oftast greina eitthvað. Þar sem ég sat við tölvuna í morgun og var að fylgjast með gangi verksins, um kl. 11:15 fór verkið skyndilega að hafa sér allt öðruvísi en venjulega. Línuþykktin varð svo mikil að hún þakkti allan flötin sem verkið teiknar inn á. Það má sjá myndir af þessu her http://www.flickr.com/photos/34767692@N00/1366370204/  og hægt er að fylgjast með verkinu sjálfu í rauntíma hér http://pallit.lhi.is/~palli/nude_studies  Það virðast enn vera eftirskjálftar að ríða yfir þannig að verkið er enn sem er mjög afstrakt.
mbl.is Íslendingar urðu varir við skjálftann í Singapúr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FREE BEER!

SUPERFLEX er hópur danskra listamanna sem tekur um þessar mundir þátt í sýningunni Social Systems sem fer fram í Tate St. Ives safninu og víðar í Cornwall á Bretlandi. Verkið sem SUPERFLEX sýnir ber nafnið FREEBEER. Titillinn er bein tilvísun í slagorð opins hugbúnaðar, "Free as in speech, not as in beer." Þetta slagorð varð til til að greina á milli hugbúnaðar sem er ókeypis (ens. free) og hugbúnaðar sem er frjáls (ens. free). Opinn hugbúnaður er jú ókeypis en það að hann skuli vera frjáls skiptir meira máli. FREEBEER er opin uppskrift að bjór. Uppskriftin og aðferðin er birt með leyfi sem heimilar hverjum sem er að afrita hana, dreyfa henni, breyta og nota hana eins og þeim sýnist. Það er tvennt áhugavert sem þessi yfirfærsla á hugbúnaðarkonsepti yfir á annað fyrirbæri gerir. Annars vegar varpar þetta skýrara ljósi á hugbúnaðarkonseptið sjálft. Þeir sem þekkja ekki "open-source" fyrirbærið fyrir, eiga sennilega auðveldara með að skilja það í þessu samhengi, þ.e.a.s. sem uppskrift. Forritunarkóði er í rauninni ekkert annað en "uppskrift". Á hinn bóginn myndar svona listaverk einskonar brú á milli forritaðra listaverka og "leiðbeiningar-verk" konsept listamanna á sjötta áratugnum. Þá á ég við listamenn á borð við Lawrence Weiner og Sol Lewitt. Lawrence Weiner er þekktur meðal annars fyrir línuna, "The work need not be built." Fyrir Weiner var konseptið aðal þátturinn í listaverki. Allt annað var óþörf skreyting. Þessi hugsanagangur gerði honum kleift að þróa list sína úr því að vera efniskennd útfærsla á skrifuðum leiðbeiningum í það að sleppa efniskenndu útfærslunni og leyfa leiðbeiningunum að standa sem fullklárað verk. Það er því ljóst að forrituð stafræn list er beinn afkomandi konseptlistarinnar. En þar sem mannshugurinn túlkaði leiðbeiningar konseptlistamannanna er það tölvan sem túlkar leiðbeiningar forritarans og mannshugurinn sem túlkar svo túlkun tölvunnar.

Höfundur

Páll Thayer
Páll Thayer
Páll Thayer er myndlistamaður. http://www.this.is/pallit

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eitthvað annað

Prufa

Heimsóknir

Heimsóknir

free counters

Tónlistarspilari

Neu! - 01 - neu - hallo_gallo

Nýjustu myndir

  • ...il_2009_033
  • ...il_2009_018
  • ...irar_639144
  • ...virar
  • cnnpost

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband