Meiri vitleysan... nekt eins er alls ekki nekt annars og meira um það

"Meiri vitleysan!" hrópum við hér á skerinu. En það vakna ýmsar áhugaverðar spurningar við svona mál. Það vill svo til að ég er nýbúinn að ljúka nýju listaverki sem fjallar akkúrat um þetta og sem meira er, það er aðgengilegt á netinu:

http://pallit.lhi.is/nude_studies

 Verkið notar einmitt nekt til að skoða hvernig mismunandi þjóðfélagshópar um allan heim hafa mismunandi skoðanir á málum. Annað sem flettist inn í þetta er það að háhraða upplýsingafluttningur nútímans hefur gert það að verkum að við virðumst stundum gleyma því að þetta er að gerast langt í burtu þar sem gilda önnur viðmið. Þó má nú færa rök fyrir því að stúlkan er alls ekki nakin á myndinni og þar að auki er Annie Liebowiz virt og viðurkennd listakona og nekt í listum nýtur ákveðinnar sérstöðu í flestum vestrænum ríkjum. Þetta er mál sem franski heimspekingurinn Paul Virilio fjallar mikið um og varð að mörgu leiti kveikjan að listaverkinu fyrrnefnda. Þess má geta að verkið birtist í smækkaðri mynd á netinu. Aðeins fjórar staðsetningar sem koma þar fram. Ég er á leiðinni til Montreal að setja verkið upp í galleríi og þar verða 12 staðsetningar sem túlka nektarmyndir hver með sínum hætti.


mbl.is Barnastjarna biðst afsökunar á myndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Thayer
Páll Thayer
Páll Thayer er myndlistamaður. http://www.this.is/pallit

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eitthvað annað

Prufa

Heimsóknir

Heimsóknir

free counters

Tónlistarspilari

Neu! - 01 - neu - hallo_gallo

Nýjustu myndir

  • ...il_2009_033
  • ...il_2009_018
  • ...irar_639144
  • ...virar
  • cnnpost

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband