...og ekki þarf mikla þjálfun til að sjá það. Þetta er það sem kallast á ensku, "breadboard" og er notað til að gera uppköst eða prótótýpur af raftækjum ýmiskonar. Það væri jú hægt að gera úr þessu litla tölvu en þá væru einhverjir kubbar þarna. Mér sýnist þetta ekki vera annað en vírar, "resistórar" og ljósdíóður. Hins vegar tel ég mjög líklegt að stelpan vissi alveg hvað hún var að gera. Í fréttum sem ég sá fyrr í dag kom fram að hún er á öðru ári í MIT og hefur því verið í Boston í fyrra vetur þegar mikið var gert úr sérstæðri auglýsingaherferð sem fólst í því að koma "brauðbrettum" með ljósdíóðum sem mynduðu fígúrur í væntanlegri teiknimynd fyrir á ýmsum stöðum í borginni. Margir borgarbúar urðu skelkaðir og töldu að um einhverskonar hryðjuverkatól væru að ræða. Ég hugsa að stúlkan hafi verið að reyna að vekja á sér athygli sem listakona. Það má svo sem segja að þetta hafi heppnast hjá henni þar sem nafn hennar hefur birst í mörgum af helstu fréttamiðlum heims í dag en svo er bara spurning hvort nokkrum hafi fundist þetta "sniðugt". Logan er nú einu sinni flugstöðin þar sem flugvélunum sem flogið var á tvíburaturnana var rænt og því má ætla að öryggisverðir hafi ekki húmor fyrir svona uppátækjum. Hún hefur að minnsta kosti fengið sínar 5 mínútur að hætti Andy Warhols.
Sprengjueftirlíkingin reyndist tæknilistaverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | 21.9.2007 | 22:58 (breytt kl. 23:05) | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Tónlistarspilari
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
Vefir sem tengjast stafrænni list
- ISEA - Inter-Society for the Electronic Arts ISEA ráðstefnurnar eru mikilvægir umræðuvettvangar fyrir tæknitengda list
- PixelAche Evrópskt félaganet um stafrænar listir
- Fondation Daniel Langlois Rannsóknarstofnun fyrir stafrænar listir
- Rhizome Umfjöllun og gagnagrunnur fyrir tæknitengda list
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.